Pítsamyndband




Í dag ákváð ég að skella í pizzu fyrir fjölskylduna og taka upp kennslumyndband af framkvæmdinni.  

Námsgagnastofnun gaf út, árið 2004, mjög flotta uppskriftabók fyrir unglingastig grunnskóla.  Þar er að finna mjög góða og einfalda pítsadeigsuppskrift og eina bestu pítsasósu sem við fjölskyldan höfum smakkað. 





Pítsadeig 

5½ dl hveiti 

1½ tsk sykur 

2 msk olía 

1½ tsk þurrger 

2¼ dl heitt vatn og pilsner blandað saman til helminga (á að vera volgt)

1 tsk salt


Pítsasósa

1 dós tómatkraftur (305 gr dós) eða ½ dós niðursoðnir saxaðir tómatar 

1 pínulítil dós tómatkraftur 

2 hvítlauksrif

 ½ tsk sykur 

1 tsk oregano 

1 tsk basilíka 

¼ tsk cayennepipar 

¼ tsk salt

Comments