Ljúffengar jógúrtmúffur





Fyrsta verkefnið í áfanganum Heilsuefling og heimilisfræði og jafnframt mitt fyrsta verkefni í háskólanum, var að baka múffur og skrifa í framhaldi af því greinargerð um múffurnar. Ég fékk ítarlegar leiðbeiningar um hvernig ætti að blanda hráefninu, hitastig á ofni og hvernig best væri að kæla múffurnar. Ég ákvað að fylgja leiðbeiningum að öllu leiti og sjá hver útkoman yrði.  Hér má lesa greinargerðina sem ég skilaði inn um múffurnar

Allar upplýsingar um baksturinn lágu fyrir.  Uppskrift, skref fyrir skref leiðbeiningar, ásamt upplýsingum um hvernig sé best að kæla múffurnar.

Ég ákvað að fylgja uppskrift frá upphafi til enda, hvað allt varðar. Undir venjulegum kringumstæðum myndi ég meta þykkt á deiginu og fylgjast með þeim í ofninum. Samkvæmt uppskrift áttu múffurnar að vera í ofninum í 18 mínútur á 190°C.  Ég hefði líklegast ekki haft þær það lengi inni hefði ég notað innsæið. En mig langaði að sjá útkomuna. 

Miðað við minn ofn voru þær of mikið bakaðar og þar af leiðandi of þurrar. Hefðu mátt vera 1-2 mínútum styttra í ofninum. Bragðið var annars nokkuð gott en áferðin ekki nógu góð þar sem þær voru of þurrar. Það gerði það að verkum að þær brotnuðu auðveldlega, héldu sér illa saman.

 
 
 







Verkefnislýsing:

Múffur

300 g/5 dl hveiti

2½ tsk lyftiduft

½ tsk matarsódi

1/8 tsk salt 125 g

smjör 80 g sykur (tæpur dl)

1 dós karamellu- eða kaffijógúrt (eða hvaða jógúrt sem er)

2 egg

1 dl mjólk

½ tsk vanilludropar

100 g súkkulaðispænir

 

Hitið ofninn í 190°C. Setjið pappírsmúffur í múffuformið. 2. Sigtið hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt saman í skál og blandið því vel saman. 3. Myljið smjörið saman við þar til það líkist brauðmylsnu. Blandið sykrinum saman við. 4. Setjið jógúrt, egg, mjólk og vanillu saman í aðra skál og hrærið vel saman. 5. Setjið blautefnin saman við þurrefnin og hrærið lauslega saman, bætið súkkulaðikurlinu út í og hrærið aftur lauslega. Passið að ofhræra ekki þá verða múffurnar seigar. 6. Skiptið deiginu jafnt í 12 múffuform og bakið á næst neðstu rim í um 18 mínútur. 7. Kælið múffurnar á grind.

Best er að baka múffur í sérstökum múffuformum úr járni, áli eða sílikoni og klæða þau að innan pappírsmúffuformum. Þegar þær eru bakaðar er best að taka þær sem fyrst úr járnforminu (ekki pappírsformunum) og kæla þær á grind til að þær verði ekki rakar að innan. Þetta á ekki við um múffur með blautri miðju, það er betra að þær bíði í nokkrar mínútur áður en þær eru teknar úr járnforminu.

















Comments